Sunday, July 29, 2012

#57



Nú er Matthías byrjaður að æfa með TMS Ringsted þannig að ég er ein heima í 5 tíma á daginn. Þá hjóla ég bara niðrá Strikið og spóka mig, kíki kannski í búðirnar, það getur enginn(Matti) stoppað mig :) 
Svo er alltaf gaman að hlusta á Íslendingana garga sín á milli eins og enginn skilji neitt hvað þeir segja. Mikill misskilningur. Frekar vandræðalegt oft á tíðum. En svona eru nú bara Íslendingar í útlöndum. 




Var búin að sjá þessa dáldið oft þegar ég rölti H&M en fannst þeir aldrei nógu flottir. Fann svo enga aðra flottari og endaði á að kaupa þessa og er mjög ánægð með þá. þeir eru bara miklu flottari þegar þeir eru komnir á :)
Svo finnst mér þetta spjald líka geðveikt :)
Þannig ég keypti það líka!

Svo koma skórnir 
Það er sterkur leikur að kaupa wedges hérna því það er ekki séns á að ganga á venjulegum hælum nema þú nennir og hefur tíma í að festa þá milli allra hellanna niðrí bæ. Svo er líka auðveldara að hjóla í þeim fyrir svona noob-skvísuhjólara eins og mig. 
Ég í skónum með kæmpe tan. Not.
Ég er geðveikt skotin í þeim. Elska litina.
Pínu svona krúttlegir stelpuskór, -en samt ekki.
Æ mér finnst þeir flottir :D

Matthíasi finnst þeir reyndar mjög ljótir en ég fór bara í skjóli næturs(ok æfingar) og keypti þá og hann fattaði það ekkert fyrr en 2 dögum síðar. Pff! Karlmenn.. 

Það er búið að vera geðveikt veður hérna seinustu viku og við byrjuðum alltaf daginn á að fara út á strönd og liggja í sólbaði. Það var kominn tími til. Bara búið að vera leiðinda veður hérna allan júlí. En núna erum við komin með smá tan og þá er skemmtilegra að líta í spegilinn á morgnanna. 
Svo er sól og frekar hlýtt á kvöldin líka þannig að við höfum verið að fara í hjólatúra á kvöldin, hittum meiraðsegja á bleikklædda Mary Donaldson á skokkinu um daginn með hjólandi lífvörð fyrir aftan sig. Svo bara basic síðdegis/kvöld-picnic við óperuhúsið með eitthvað gott að drekka eða frisbee á risastóra grasinu hérna rétt hjá. Það er sko risa. 

Kannski nokkrar myndir bara
 Þessi er pínu sætur :) 

Kósý kvöld picnic á Holmen
Geðveikt kósý torg við Nørreport Station með ávaxtamarkaði og gourmet markaði 
Svo eru ávextirnir og grænmetið oftast ódýrara þarna. Við förum langa leið fyrir kirsuberin, en þau eru skuggalega ódýr þarna, alveg þess virði að hjóla smá :) 
 Mæli með að kíkja þangað fyrir þá sem hafa gaman af mat, og eru í köben. Bara að labba Købmagergade alla á enda, en það er hliðargata út af strikinu. Svo yfir S-tog stöðina og að Metro stöðinni og þá á þetta ekki að fara framhjá þér :) 

XOXO


  

No comments:

Post a Comment