Tuesday, July 10, 2012

#52



Matthías eldaði fyrir mig dýrindis pítu á mánudagskvöldið 
Hann kann þetta strákurinn!

Sigurlaug og Erna komu að heimsækja okkur á mánudagskvöldið, við hjóluðum á móti þeim og kipptum smá nammi með á leiðinni heim :) Sátum heima og átum nammi og spjölluðum. Svo fóru þær á hótelið sitt með strætó í svarta myrkri umkringdar gráhærðum fullum körlum. En það fór allt vel, því daginn eftir, í dag, þriðjudag, hitti ég þær um hádegið á Ráðhústorginu -ferskar.
Við röltum Strikið og kíktum í nokkrar búðir og bættum við fataskápinn okkar, ekkert að því!
(Það er sko udsalg).. 
Enduðum svo á Joe and the Juice, hvíldum lúin bein og fengum okkur dýrindis safa og samlokur ToDieFor. 
Sigurlaug og Erna á Joe and the Juice ! 

Núna erum við að fara til foreldra hans Matta á Christianshavn í kvöldmat, tekur bara 10 mín að hjóla þangað ;)
Svo bíða ævintýrin okkar á morgun! En á planinu er Road Trip! 

Smá sýnishorn af því sem ég er búin að kaupa í Köben..
 VILA Knitwear
Silk+knitwear frá ZARA
Monki
H&M
H&M Shorts
 H&M
H&M Jacket
 Kort úr Urban Outfitters, loppemarked taska, H&M hálsmen og blöðin góðu :)




Skemmtilegur poki frá Monki



No comments:

Post a Comment