Thursday, December 29, 2011

#20


Ég gerði nokkur hálsmen í frítíma mínum í desember. En það byrjaði allt með því að það var leynivina-leikur í bekknum í skólanum og það var skylda að föndra eitthvað fyrir leynivin sinn, mér datt í hug að gera hálsmen, enda leynivinur minn kvenkyns. Svo tókst það bara ágætlega og ég og systir mín gerðum nokkur í viðbót til að gefa í jólagjafir. Hugmyndin kom aðallega þegar ég var að skoða svona fjaðrahálsmen í einhverjum búðum en mér fannst þau ekki alveg nógu flott eða ekki alveg eins og ég vildi hafa þau þannig að ég ákvað bara að prófa að gera sjálf. Ég keypti allt efni í Litir & Föndur en klippti niður gömul hálsmen og notaði perlur sem voru til heima. Þetta er þolinmæðisvinna sem er ekki beint mín sterkasta hlið, en þetta tókst þó... 


Fyrsta hálsmenið í bígerð ..


Fyrsta hálsmenið tilbúið, sem ég eignaði mér svo .. :)


Hálsmenið fyrir hana Kristínu Klöru leynivin minn


Nærmynd 


Fyrir þá sem vilja gera svona eða svipað hálsmen, þeir þurfa : 

Keðju
Fjaðrir + festingar fyrir þær
Tengihringi
Perlur 
Klippitöng
Klípitöng (sem ekki er hægt að klippa með, bara klemma saman)

Svo setti ég borða í endann á keðjunni í staðin fyrir að hafa festingar, það er bæði ódýrara og svo er auðvelt að lengja og stytta hálsmenið :)



Tuesday, December 20, 2011

#19

Red & Nude
sophisticat
ion & purity
Red and Nude #1
Femininity & Strength
Red & Nude #2
Kápur frá Asos £66.50 og £50
ASOS Pencil Dress £40.00 og ASOS Party Dress in Mesh £55.00

ASOS Pussybow Short Sleeve blouse £25.00 og ASOS Knitted Bandage Skirt £17.50
ASOS Pleated Front Peg Trousers £17.50 og ASOS Trouser With Ankle Detail £20.00

Wednesday, December 14, 2011

#18

Jewel Hues

Einhversstaðar í byrjun hausts las ég að 'jewel hue litir' (grænblár, dökk-fjólublár og burgundy rauður ... ) ættu að tröllríða öllu í haust- og vetrartískunni, ekki finnst mér bera mikið á þeim þó þeir séu nú mjög fallegir :) En þeir sjást nú hér og þar, ég tók smá saman og gerði sett og svona! Ég er ekki frá því að langa bara í næstum allt þetta grænbláa! Ég held að það sé svona 'vinsælasti' liturinn í þessum pakk, hann er allavega meira áberandi í búðunum en fjólublái..

Svo í gærkvöldi fór ég á kaffihús með Karítas og við vorum að skoða blöð og ég hélt að ég væri orðin eitthvað rugluð og búin að ímynda mér þessa liti í öllum blöðum því ég sá bara beige og þá fann ég þetta í einhverju blaðinu:

,,Amethyst, turquoise, emerald, garnet: the hottest colours to be seen in this season work just as well on your ring finger or wrist as they do in your clothes. [...] Layer colors and textures to show-stopping, multi-hued effect or take a tip from the catwalks and show off your favorite jewel tone against black to truly dazzle. Top the whole lot off with stoneencrusted accessories and you will, quite simply, be the belle of every ball this Christmas"..
Pair of Louis XVI Style Giltwood and Upholstered Armchairs

 Kápa á £ 60 og Midi Pils úr Oasis £ 45
Grapes - Andy Warhol


Leðurtaska frá River Island á £50.00 og Blússa úr Oasis á £ 45




Friday, December 9, 2011

#17


Ég er svolítið skotin í því hvernig maður blandar saman efnum. Það getur verið vandasamt og það eru til 'reglur' um það hver á að vera í hvernig efnum osfrv. Efni eru mis þykk og massíf og hafa mismunandi eiginleika. Það verður maður að hafa í huga þegar maður blandar saman flíkum úr mismunandi efnum. Mér finnst voða gaman að sjá þessa tísku núna með þunnum skyrtum sem eru svo kvenlegar og fínar, og passa við nánast allt. Síðan er það leðurjakkinn sem er þykkur og stífur og svo pelsarnir eða loðvesti. Skyrturnar gera leðurjakkann kvenlegri, dempa aðeins töffaraleikann, sem mér finnst mjög fallegt. Það er svo flott þegar leður getur verið kvenlegt, og það er ótrúlegt hvað rómantískur klæðnaður passar vel við leður. Svo er líka æði að fara í loðvesti yfir leðurjakkann, sá einmitt mjög flott loðvesti í Mýrinni í Kringlunni í gær sem eru mjög svipuð þessu sem er í fyrra settinu hér að neðan sem ég gerði áðan :) Ég er veik fyrir þessum litum og efnum, vantar bara fínan leðurjakka núna, er búin að skoða útum allt en það er alltaf eitthvað sem mér líkar ekki hehe.. Var meiraðsegja búin að bíða eftir einum sem átti að koma í Companys síðan í október og svo kom hann um daginn og hann var ekkert spes... :/
-
Nýr leðurjakki frá InWear 1299 DKK
Báðir litir mjög flottir !
Blúnduskyrtur frá InWear 799 DKK


Hver ætlar að gefa mér þessa ljósakrónu úr Versölum í jólagjöf?




Untitled 4 by Charles Fine

 



Thursday, December 8, 2011

#16


Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók á símann minn frá sl. dögum sem voru mjög busy! Ég ætla að setja inn smá tískuinnlegg á morgun :)

Í dag fimmtudag eyddi ég deginum í húsdýragarðinum að teikna dýrin, það var mjög kalt en mjög gaman :) 


Dofri sæti :) 

(Ítalski) Leirfóturinn mikli sem ég gerði í módelmótun í síðustu viku

Allir að vinna að lokaverkefninu í litafræði 


Við fórum í heimsókn í Hörpuna einn sunnudaginn

Eldborgarsalurinn séður frá sviðinu 

Salur sem heitir Norðurljós