Friday, December 9, 2011

#17


Ég er svolítið skotin í því hvernig maður blandar saman efnum. Það getur verið vandasamt og það eru til 'reglur' um það hver á að vera í hvernig efnum osfrv. Efni eru mis þykk og massíf og hafa mismunandi eiginleika. Það verður maður að hafa í huga þegar maður blandar saman flíkum úr mismunandi efnum. Mér finnst voða gaman að sjá þessa tísku núna með þunnum skyrtum sem eru svo kvenlegar og fínar, og passa við nánast allt. Síðan er það leðurjakkinn sem er þykkur og stífur og svo pelsarnir eða loðvesti. Skyrturnar gera leðurjakkann kvenlegri, dempa aðeins töffaraleikann, sem mér finnst mjög fallegt. Það er svo flott þegar leður getur verið kvenlegt, og það er ótrúlegt hvað rómantískur klæðnaður passar vel við leður. Svo er líka æði að fara í loðvesti yfir leðurjakkann, sá einmitt mjög flott loðvesti í Mýrinni í Kringlunni í gær sem eru mjög svipuð þessu sem er í fyrra settinu hér að neðan sem ég gerði áðan :) Ég er veik fyrir þessum litum og efnum, vantar bara fínan leðurjakka núna, er búin að skoða útum allt en það er alltaf eitthvað sem mér líkar ekki hehe.. Var meiraðsegja búin að bíða eftir einum sem átti að koma í Companys síðan í október og svo kom hann um daginn og hann var ekkert spes... :/
-
Nýr leðurjakki frá InWear 1299 DKK
Báðir litir mjög flottir !
Blúnduskyrtur frá InWear 799 DKK


Hver ætlar að gefa mér þessa ljósakrónu úr Versölum í jólagjöf?




Untitled 4 by Charles Fine

 



No comments:

Post a Comment