Monday, October 31, 2011

#7


Í Stílistaskólanum lærði ég litgreiningu og förðun út frá henni. Ég fékk þennan forláta snyrtikassa frá snyrtivörumerkinu Golden Rose sem eru ódýrar og góðar vörur. Ég er líka að selja snyrtivörurnar fyrir heildsöluna sem flytur merkið inn, og hafa þær reynst vel t.d. fyrir konur sem eru með ofnæmi fyrir mörgum snyrtivörum. Ég er með heimakynningar, kem t.d. í saumaklúbba og fyrirtæki, hef einnig farðar fyrir fermingar.
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur og ef þið hafið áhuga þá endilega láta mig vita en ég skelli verðunum á vinsælustu vörunum hér fyrir neðan. 



-

Gloss er á 1500.-


Púður á 1600.-



Stardust sólarpúður á 2800.-


Varalitir 1500.-
Gloss 1500.-
Augnskuggi (single) 950.-
Augnskuggar (duo) 950- 
Augnskuggar 4 saman Wet&Dry 3400.- 
Eyeliner 800.-
Allir maskarar 1500.- (Mæli með 3D maskaranum)
Meik (fljótandi) 1500 - 2500.-
Kökumeik 2500.-
Mousse 2800.- 
Meik stifti 2000.-
Hyljari (stifti) 1500.-
Hyljari (penni) 1500.-
Púður 1500.-
Sólarpúður 1500 - 2800.-
Kinnalitir 1200 - 2000.-



Friday, October 28, 2011

#6

Nýjustu kaupin! 




Samfestingur frá asos


Blazer með leður boðungum frá Selected



Snake print skyrta úr Vila




Geðveikt þæginlegar og flottar InWear buxur úr Companys sem kosta 13.990
Gat ekki valið á milli gráu og svörtu þannig ég keypti báðar :) Er ótrúlega ánægð með þær, eru úr svo mjúku efni :)



Thursday, October 27, 2011

#5

Mér leiddist eitt kvöld í vikunni og ákvað að gera hálsmen til að hafa með ljósbleiku skyrtunni minni. Ekkert spes, en ætla samt að setja myndir af því :) 



Þarf bara kúlur, borða og nál :)




voilà

:)
 

Tuesday, October 25, 2011

#4


Vintage Romance








Æðislega fallegar myndir sem ég get horft á endalaust!

http://itgottabelove.tumblr.com

#3


Ég fór í Eymundsson í Austurstræti eftir skóla í dag og gæddi mér á rjómakaramellu og súkkulaði - cappuccino og gluggaði í blöð. Ég var í stuði fyrir innanhússarkítektúr-hönnunar og arkítektúr blöð og uppgötvaði blað sem heitir Objekt og er hollenskt og eitt flottasta blað sem ég hef lesið. Ótrúlega fallegar ljósmyndir og flott hönnun á hverri síðu - og engar auglýsingar! Svo fór ég inn á heimasíðuna þeirra sem er ekkert sérstök en það er hægt að skoða einhverjar myndir og kaupa net-útgáfu af blöðunum og fá sneak-peak á einhver tölublöð.
En ég mæli með þessu blaði, það er ótrúlega flott en frekar dýrt - kostar rúmlega 3000 krónur. 





 



Svo stendur danska blaðið BOLIG alltaf fyrir sínu og sniðugar og ódýrar lausnir og fullt af skemmtilegu föndri, t.d. að breyta gömlum hlutum svo þeir séu eins og nýjir. ->Tips & Tricks



Mjög sniðugt þótt ég myndi kannski ekki mála stólinn gulan, frekar bleikan eða ljósbláan:) Eða kannski setja eitthvað flott veggfóður ef það er hægt..



Monday, October 24, 2011

#2

Mig langar í .. 


Silkiblússa frá
ZARA á 13.990.-



Leðurpils frá InWear á 37.900.- í Companys
Veit ekki hvað ég hef mátað það oft!

Blússa frá ZARA á 8.990.-



Jeffrey Campell LITA SPIKE
www.solestruck.com


Kápa frá Hanii Y
$ 1500,  í völdum Nordstrom verslunum





Friday, October 21, 2011

#1

Untitled #27



Ég heiti Auður Brá, hef áhuga á tísku og öllu sem henni tengist og vona að ég fái að starfa innan þess geira í framtíðinni. Ég er stúdent frá MH og stílisti og stunda nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og stefni á fatahönnun í framhaldinu :) Ég elska föt og skó og finnst fátt skemmtilegra en að setja saman útlit og velja saman liti eins og t.d. settið hér að ofan :)