Friday, November 25, 2011

#15


Þessi vika er búin að vera brjáluð, skólinn, vinna, kalt úti og sofa yfir sig og ótal verkefni..
En nú var síðustu viku í litafræði að ljúka, því miður..  Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur mánuður og fljótur að líða. Án efa það skemmtilegasta sem ég hef gert í skóla á ævinni :) Ég hef lært svo mikið og svo fórum við í tvær vettvangsferðir sem voru frábærar, við hittum ljósamanninn í Borgarleikhúsinu sem sýndi okkur svo margt og mikið, aðallega ljósin og svo smíðaverkstæðið og baksviðið og allar leikmyndirnar sem voru uppi eða í bígerð. Svo fórum við í Hörpuna, ekkert smá flott hús, og við töluðum við ljósamanninn þar sem fór í gegnum flest allar senurnar í Töfraflautunni (þá ljósaskiptin) og sýndi okkur búningana í ljósinu og það var líka ótrúlegt, ég sat eins og dáleidd, mikið geta ljósin sagt mikið fyrir leikritið og að ekki sé talað um leikmyndina sem var ekki sú fallegasta í venjulega ljósinu en breyttist í einhvern ævintýraheim með réttu ljósunum.
Í dag var yfirferð, ótrúlega gaman að sjá öll lokaverkefnin sem voru eins misjöfn og þau eru mörg, og ótrúlega flott. Við erum búin að vera að vinna í þeim miðvikudag og fimmtudag, frekar stuttur tími en þetta hafðist allt. Ég ákvað að sauma kjól, sem kom alveg ágætlega út, hefði verið til í að hafa meiri tíma og efni en þetta fór allt vel. Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd kom, hún bara kom og ég framkvæmdi hana eftir bestu getu. Það gæti verið að ég hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum af þessum leikhúsljósum og búningum.. Ég setti myndir af honum hér fyrir neðan

Framan á :)


Aftan á :)

3/4 'portrait'


Thursday, November 17, 2011

#14

Er að skoða það sem mun vera heitast í hári og förðun næsta vor. Það mun vera svona 60's kisuaugu, rauður varalitur, artsy appliques sem ég veit ekki hvort venjuleg manneskja leggur í en svo í hárinu eru það toppar,  Bobs, sleikt aftur pínku fitugt hár og áberandi háralitir (eða statement haircolor). Ég held að fæstir leggi sleikta hárið og statement color...

 


Artsy Appliques
Held að ég hallist meira að eyelinernum og rauða varalitnum ;)
Svo er það hárið 


Toppar

Mikið og liðað hár
Bobs 


Statement haircolor
Sleikt og fitugt


Held að ég haldi mig frá sleikta og fituga statement haircolor dæminu og velji bara mikið og liðað hár :)





#13

Fann myndir af metnaðarfullum búningum sem fræga fólkið klæddist á Halloween og langaði að deila því með ykkur .. :) Það sem fólki dettur í hug ..


Fergie í partýinu hjá Heidi Klum
-

AnnaLynne McCord sem modern Marie Antoinette

Kim Kardashian sem Poison Ivy

Heidi Klum og Seal sem apar ! 

Þessi gella sko.. 


Holly Robinson Peete sem Lil Wayne


Heidi Klum í frumlegasta búning ever 






#12

Bestu nýju 'Red Carpet' myndirnar að mínu mati

Ashley Greene í Donna Karan
Camilla Belle í Chopard og Monique Lhuillier

Amanda Seyfried í Prabal Gurung


Emma Stone í Calvin Klein

-

Nicole Richie í Chopard og House of Harlow

Jessica Alba í Dolce & Gabbana





Friday, November 11, 2011

#11

The Little Black Dress


Icon Audrey Hepburn
Designer Coco Chanel, Givenchy
Film Breakfast at Tiffany's 1961

Einn svartan kjól ættu allar konur að eiga í fataskápnum. Svartur kjóll er fágaður og kynþokkafullur, hann þarf ekki að vera stuttur og fleginn, klassíska sniðið finnst mér persónulega fallegast, mest ladylike með háum hælum, rauðum varalit og perlufesti. Hægt er að nota Little Black Dress við flest öll tækifæri, poppa hann upp með fylgihlutum svo hann gangi í t.d. kokteilboð eða gera hann meira hversdagslegan.

"The little black dress was born from an idea of Coco Chanel's in 1926, and rechristened the 'Ford Dress' by US Vogue. And just like Henry Ford's Model T car, the little black dress instantly became the epitome of sophisticated chic, and of an elegant and modern simplicity. (...) Today, the little black dress signifies the ultimate combination of desire and comfort, elegance and restraint, naturalness and fantasy. Its extraordinary versatility has made it must for every woman. Its feel and style can easily be altered by switching accessories and the Little Black Dress can change its shape and adapt itself to the person wearing it." Tekið úr kafla í bók Abrams, Fashion Box

"It was a warm evening, nearly summer, and she wore a slim cool black dress, black sandals, a pearl choker." Breakfast at Tiffany's

Audrey Hepburn

Marilyn Monroe 

Beyoncé Knowles
Angelina Jolie 

Alexa Chung mjög casual

Blake Lively

Leighton Meester 


Sett sem ég gerði í dag :)
Kjólar frá ZARA
Vinstri:
8,995.00 ISK
Ref. 7964/355/800
Hægri:
11,995.00 ISK
Ref. 6264/248 


Kjólar frá H&M 
179 DKK og 249 DKK


Kjólar frá Asos
Vinstri:
Asos Skater Dress With Flower Applique
£45.00

Hægri:
Asos Skater Dress with Lace and Mesh
£40.00


Ciao!