Saturday, November 5, 2011

#9

Í gær fórum ég og Matthías útað borða og í leikhús og áttum mjög gott kvöld. Við mættum á Hamborgarafabrikkuna mjög snemma og tróðum í okkur aðsjálfsögðu hamborgara enda fer maður ekki að leggja á sig að standa í þessari röð fyrir salat. Svo lá leið okkar í Borgarleikhúsið því við áttum miða á Kirsuberjagarðinn eftir Tsjekhov. Það var mjög góð sýning sem skartaði frábærum leikurum og skemmtilegum dialogum. Leikmyndin, lýsingin og búningarnir voru stórkostleg, svo rússneskt. Hárið, kjólarnir, skórnir og húsgögnin, það gleymdist ekkert. Það er greinilegt að það hefur verið vel hugsað um smáatriðin og ekki má gleyma tónlistinni sem var ótrúlega skemmtileg.

Það var mikið um veislur og vodka
Brytinn



Hún amma mín hefur "prangað" inn á móður mína nokkrum dýrindis pelsum í gegnum tíðina. Við mæðgurnar fórum í gegnum þetta um daginn og segjum bara að ég ætla að fara að ganga í þessum æðislegu flíkum. Þetta er alveg ótrúlega hlýtt og endist lengi, örugglega kósý að vera í þessu þegar það er kominn snjór :) Ég er hérna í einum af þessum pelsum áður en ég fór í leikhúsið í gær, þessi er ótrúlega flottur en það hrynur svolítið úr honum því hann er orðinn það gamall, en mjög þæginlega hlýr. Svo er ég í chiffon kjól undir sem ég saumaði, með kögur-hálsmen sem ég gerði, svo bara basic leggings úr companys að sjálfsögðu, ásamt skóm úr GS sem eru rosa góðir leðurskór sem eru búnir að endast í næstum ár, held að þeir séu danskir meiraðsegja, og töskuna fékk ég í gjöf frá Matthíasi :)


No comments:

Post a Comment