Wednesday, January 25, 2012

#28


Ætlaði að tala um fataskápa en það breyttist í Kardashian...


Fólk hefur misjafnar skoðanir á þessari fjölskyldu, þá helst á Kim Kardashian. Ég tel að hún sé með ótrúlegt viðskiptavit, enda malar hún gull úr næstum engu. Hún lætur bara eins og kjáni í sjónvarpinu og er alveg sama hvað fólki finnst um hana, það skiptir hana engu máli á meðan hún getur keypt sér allt sem hún vill. Til dæmis fullt af fötum, skóm og töskum. 
Hún er einnig þeim eiginleika gædd að vera einstaklega vel að sér þegar föt eru annarsvegar. Eða stílistinn hennar, Monica Rose, ég væri alveg til í að vera hún.
Kim er meðvituð um líkamsvöxt sinn og klæðir sig í takt við það og veit hvað fer sér vel og hvað ekki. Mér finnst hún eiginlega alltaf flott og gaman að sjá hvernig hún tæklar sínar kvenlegu línur. Smokey eye og hælar og hún er good to go. 
Myndirnar tala sínu máli:


Kim Kardashian elskar Herve Leger 
Hver elskar ekki Herve Leger? ;)
Betra ef það hefði ekki sést í kjólinn, það styttir hana og jafnvægið fer úr skorðum
oh-no moment




Missti mig þegar ég sá þessar myndir og viðtöl í InStyle einhverntíman í haust.. 

Svo eru systur hennar líka flottar. Khloé á fullt af skóm og ég held að Kourtney sé mest down to earth af þeim, allavega miðað við fataskápinn og það sem ég hef séð af þessum blessuðu þáttum sem eru hin ágætasta afþreying. 

235 skópör (71 Louboutins)
127 Handtöskur
51 Clutches
3 Hermés Birkin töskur
 (það þarf að sérpanta hverja tösku, kem kannski inná það seinna;))
153 skópör (20 Louboutins)
28 Töskur
63 Clutches
1 Hermés Birkin taska




Monday, January 23, 2012

#27


Skápatiltekt... 


Löngu kominn tími til að taka aðeins til í fataskápnum, ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma því sem maður á.. iss, ekki gott. Ég losaði aðeins um fötin, nú geta þau andað og það er auðveldara að loka skúffum og svona :) Þetta getur reynst erfitt, en ég er orðin grimmari að henda núna. Ég hafði eina megin reglu; að þær flíkur sem eru lausar við hundahár þarf ég að endurskoða -ég hef greinilega ekki notað þær mikið sl. 1 og hálft ár hehe. Alveg ótrúlegt hvað þessi hundahár leynast allstaðar! Ég fór með það nothæfasta í Fjölskylduhjálp Íslands þar sem flíkurnar fá nýtt líf. 


Bara meðal gella í skóeign, komst að því að ég mætti alveg fara að kaupa mér einhverja nýja hæla án þess að vera með samviskubit :) 
Ég setti litlar hillur í skápinn minn og festi snaga til að koma skipulagi á skó og fylgihluti fyrir einhverjum árum. Pabbi hjálpaði mér, en ég sagaði sko hillurnar sjálf! Þetta er bara snilld og auðvelt að ganga að þessu og maður hefur betri yfirsýn yfir allt dótið :) OG plássið nýtist betur

Langar einhvern í þennan kjól? 
H&M - L - 100% Polyester - notaður 4x

Eða þennan klút? 
Kannski þessa skó? ;)
39/40
notaðir 1x + auka tappar fylgja

audurbra@gmail.com

Það eina sem ég hef keypt mér á útsölunni er þessi blazer úr ZARA. Kemur á óvart að jakkaperrinn hafi keypt enn einn jakkann.. Hann er grábrúnn, ótrúlega fallegur og passar vel við svart, þröngar buxur sem og baggy buxur :) Ég myndi aldrei nota hann við þennan brúna lit eins og á myndinni, hvað þá ganga í heilli dragt hehe, þessi mynd er ekki alveg að gera sig sko. 








Saturday, January 21, 2012

#26


Jæja loksins fæ ég að slaka aðeins á! Er búin að vera á fullu síðan skólinn byrjaði og var að bugast undan álagi á miðvikudag og mjög stressuð fyrir yfirferð í ljósmyndun sem var í gær.. En það fór allt vel þrátt fyrir mjög mörg áföll og mistök af minni hálfu, t.d. þá þurfti ég að taka 4 svart/hvítar filmur á tveimur vikum því að þær mistókust alltaf því ég er svo mikill klaufi; eftir fyrstu 2 hélt ég að ég væri orðin blind því það var allt úr fókus (það vantaði e-ð stykki í myndavélina) og þriðju filmuna náði ég að setja viltaust í (skil btw ekki hvernig ég fór að því) svo loksins tókst filma nr. 4 takk fyrir ! Bjarta hliðin: Ég geri þessi mistök aldrei aftur og ég get blandað framköllunarvökva og fixer blindandi !

Er semsagt búin að framkalla sjálf 4 filmur og svo prenta og stækka myndirnar sem tókust á 4. filmunni í myrkrarherberginu sem ég held að er orðinn uppáhaldsstaðurinn minn í skólanum :) Það er ótrúlega gaman! En maður veit aldrei hvort allt hefur klúðrast en það er líka mjög spennandi hvernig myndirnar koma út! Á klárlega eftir að eyða mörgum stundum þarna inni það sem eftir er af önninni, er meiraðsegja byrjuð á nýrri filmu á Zeiss Ikon myndavélinni hans afa sem ég er að prófa :) Fékk líka Agfa myndavélina hennar ömmu sem ég get ekki beðið eftir að prófa, hún er sko ævaforn, langafi minn átti hana :D

Svo var líka stafræn ljósmyndun, fórum út í stormi að taka myndir niðrí bæ -Það var mjög kalt! En það komu líka mjög flottar myndir út úr því :) Svo tókum við fullt af portrait myndum með mismunandi ljósi og svo var lokaverkefnið eftirhermuverkefni sem var það mest stressandi og erfiðasta sem ég hef gert í skólanum. Það tók mig 6 daga takk fyrir. OG ég náði ekki að klára. Við áttum semsagt að herma eftir 7 myndum sem við fengum, t.d. nektarmynd, uppstilling, sjálfsmynd og allskonar sem var erfitt að útfæra. En þetta reddaðist :) 

Agfa og Zeiss í góðu yfirlæti með svart/hvítu prent-prufunum :) 

Arkítektúr triptych útí storminum 

Hin serían 


Portrait af Petru 


Ljósmyndarar til að kíkja á:
Richard Avedon
Henri Cartier-Bresson
James Nachtwey
Vivian Meier
Anne Leibovitz
Cindy Sherman
Sally Mann
Nan Goldin
Diane Arbus
Mario Testino


Jæja, nú ætla ég að nota kvöldið í að taka til í fataskápnum! 

ciao belli! 



Monday, January 16, 2012

Friday, January 13, 2012

#24


Matthías var að koma heim frá Köben og kom færandi hendi, að sjálfsögðu ! ;)


Fékk svona fína tösku úr H&M og hálsmen :) 


Og hvað annað en Díana ! +fullt fullt af filmum :) 


Og smá lakkrís ... :) 


Sá græni og Stellan í góðum gír að kæla sig fyrir helgina 


Vi Ses!


Tuesday, January 10, 2012

#23

To rid the world of ugly shoes - one pair at a time 
www.solestruck.com 
www.christianlouboutin.com



Jeffrey Campell 
ZIP 2 STUD
$239.95



Jeffrey Campell 
DRESSEN
$199.95



Jeffrey Campell
LITA
$159.95
OHMYGOSH..



Dolce Vita
JOANNA
$209.95



Jeffrey Campell
LITA
$159.95


Jeffrey Campell
FEATHER LITA FAB
$160



Christian Louboutin 
LOUIS


Christian Louboutin
MARPLE SOFT




Christian Louboutin 
ASTEROID



Christian Louboutin
DEVIDAS


Kimchi Blue
SUEDE PLATFORM HEEL
$69
www.urbanoutfitters.com



Jæja, svo sláiði bara í púkk og sendið til mín ;)



♥ ♥