Wednesday, January 25, 2012

#28


Ætlaði að tala um fataskápa en það breyttist í Kardashian...


Fólk hefur misjafnar skoðanir á þessari fjölskyldu, þá helst á Kim Kardashian. Ég tel að hún sé með ótrúlegt viðskiptavit, enda malar hún gull úr næstum engu. Hún lætur bara eins og kjáni í sjónvarpinu og er alveg sama hvað fólki finnst um hana, það skiptir hana engu máli á meðan hún getur keypt sér allt sem hún vill. Til dæmis fullt af fötum, skóm og töskum. 
Hún er einnig þeim eiginleika gædd að vera einstaklega vel að sér þegar föt eru annarsvegar. Eða stílistinn hennar, Monica Rose, ég væri alveg til í að vera hún.
Kim er meðvituð um líkamsvöxt sinn og klæðir sig í takt við það og veit hvað fer sér vel og hvað ekki. Mér finnst hún eiginlega alltaf flott og gaman að sjá hvernig hún tæklar sínar kvenlegu línur. Smokey eye og hælar og hún er good to go. 
Myndirnar tala sínu máli:


Kim Kardashian elskar Herve Leger 
Hver elskar ekki Herve Leger? ;)
Betra ef það hefði ekki sést í kjólinn, það styttir hana og jafnvægið fer úr skorðum
oh-no moment




Missti mig þegar ég sá þessar myndir og viðtöl í InStyle einhverntíman í haust.. 

Svo eru systur hennar líka flottar. Khloé á fullt af skóm og ég held að Kourtney sé mest down to earth af þeim, allavega miðað við fataskápinn og það sem ég hef séð af þessum blessuðu þáttum sem eru hin ágætasta afþreying. 

235 skópör (71 Louboutins)
127 Handtöskur
51 Clutches
3 Hermés Birkin töskur
 (það þarf að sérpanta hverja tösku, kem kannski inná það seinna;))
153 skópör (20 Louboutins)
28 Töskur
63 Clutches
1 Hermés Birkin taska




No comments:

Post a Comment