Monday, January 23, 2012

#27


Skápatiltekt... 


Löngu kominn tími til að taka aðeins til í fataskápnum, ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma því sem maður á.. iss, ekki gott. Ég losaði aðeins um fötin, nú geta þau andað og það er auðveldara að loka skúffum og svona :) Þetta getur reynst erfitt, en ég er orðin grimmari að henda núna. Ég hafði eina megin reglu; að þær flíkur sem eru lausar við hundahár þarf ég að endurskoða -ég hef greinilega ekki notað þær mikið sl. 1 og hálft ár hehe. Alveg ótrúlegt hvað þessi hundahár leynast allstaðar! Ég fór með það nothæfasta í Fjölskylduhjálp Íslands þar sem flíkurnar fá nýtt líf. 


Bara meðal gella í skóeign, komst að því að ég mætti alveg fara að kaupa mér einhverja nýja hæla án þess að vera með samviskubit :) 
Ég setti litlar hillur í skápinn minn og festi snaga til að koma skipulagi á skó og fylgihluti fyrir einhverjum árum. Pabbi hjálpaði mér, en ég sagaði sko hillurnar sjálf! Þetta er bara snilld og auðvelt að ganga að þessu og maður hefur betri yfirsýn yfir allt dótið :) OG plássið nýtist betur

Langar einhvern í þennan kjól? 
H&M - L - 100% Polyester - notaður 4x

Eða þennan klút? 
Kannski þessa skó? ;)
39/40
notaðir 1x + auka tappar fylgja

audurbra@gmail.com

Það eina sem ég hef keypt mér á útsölunni er þessi blazer úr ZARA. Kemur á óvart að jakkaperrinn hafi keypt enn einn jakkann.. Hann er grábrúnn, ótrúlega fallegur og passar vel við svart, þröngar buxur sem og baggy buxur :) Ég myndi aldrei nota hann við þennan brúna lit eins og á myndinni, hvað þá ganga í heilli dragt hehe, þessi mynd er ekki alveg að gera sig sko. 








No comments:

Post a Comment