Saturday, January 21, 2012

#26


Jæja loksins fæ ég að slaka aðeins á! Er búin að vera á fullu síðan skólinn byrjaði og var að bugast undan álagi á miðvikudag og mjög stressuð fyrir yfirferð í ljósmyndun sem var í gær.. En það fór allt vel þrátt fyrir mjög mörg áföll og mistök af minni hálfu, t.d. þá þurfti ég að taka 4 svart/hvítar filmur á tveimur vikum því að þær mistókust alltaf því ég er svo mikill klaufi; eftir fyrstu 2 hélt ég að ég væri orðin blind því það var allt úr fókus (það vantaði e-ð stykki í myndavélina) og þriðju filmuna náði ég að setja viltaust í (skil btw ekki hvernig ég fór að því) svo loksins tókst filma nr. 4 takk fyrir ! Bjarta hliðin: Ég geri þessi mistök aldrei aftur og ég get blandað framköllunarvökva og fixer blindandi !

Er semsagt búin að framkalla sjálf 4 filmur og svo prenta og stækka myndirnar sem tókust á 4. filmunni í myrkrarherberginu sem ég held að er orðinn uppáhaldsstaðurinn minn í skólanum :) Það er ótrúlega gaman! En maður veit aldrei hvort allt hefur klúðrast en það er líka mjög spennandi hvernig myndirnar koma út! Á klárlega eftir að eyða mörgum stundum þarna inni það sem eftir er af önninni, er meiraðsegja byrjuð á nýrri filmu á Zeiss Ikon myndavélinni hans afa sem ég er að prófa :) Fékk líka Agfa myndavélina hennar ömmu sem ég get ekki beðið eftir að prófa, hún er sko ævaforn, langafi minn átti hana :D

Svo var líka stafræn ljósmyndun, fórum út í stormi að taka myndir niðrí bæ -Það var mjög kalt! En það komu líka mjög flottar myndir út úr því :) Svo tókum við fullt af portrait myndum með mismunandi ljósi og svo var lokaverkefnið eftirhermuverkefni sem var það mest stressandi og erfiðasta sem ég hef gert í skólanum. Það tók mig 6 daga takk fyrir. OG ég náði ekki að klára. Við áttum semsagt að herma eftir 7 myndum sem við fengum, t.d. nektarmynd, uppstilling, sjálfsmynd og allskonar sem var erfitt að útfæra. En þetta reddaðist :) 

Agfa og Zeiss í góðu yfirlæti með svart/hvítu prent-prufunum :) 

Arkítektúr triptych útí storminum 

Hin serían 


Portrait af Petru 


Ljósmyndarar til að kíkja á:
Richard Avedon
Henri Cartier-Bresson
James Nachtwey
Vivian Meier
Anne Leibovitz
Cindy Sherman
Sally Mann
Nan Goldin
Diane Arbus
Mario Testino


Jæja, nú ætla ég að nota kvöldið í að taka til í fataskápnum! 

ciao belli! 



No comments:

Post a Comment