Sunday, July 29, 2012

#57



Nú er Matthías byrjaður að æfa með TMS Ringsted þannig að ég er ein heima í 5 tíma á daginn. Þá hjóla ég bara niðrá Strikið og spóka mig, kíki kannski í búðirnar, það getur enginn(Matti) stoppað mig :) 
Svo er alltaf gaman að hlusta á Íslendingana garga sín á milli eins og enginn skilji neitt hvað þeir segja. Mikill misskilningur. Frekar vandræðalegt oft á tíðum. En svona eru nú bara Íslendingar í útlöndum. 




Var búin að sjá þessa dáldið oft þegar ég rölti H&M en fannst þeir aldrei nógu flottir. Fann svo enga aðra flottari og endaði á að kaupa þessa og er mjög ánægð með þá. þeir eru bara miklu flottari þegar þeir eru komnir á :)
Svo finnst mér þetta spjald líka geðveikt :)
Þannig ég keypti það líka!

Svo koma skórnir 
Það er sterkur leikur að kaupa wedges hérna því það er ekki séns á að ganga á venjulegum hælum nema þú nennir og hefur tíma í að festa þá milli allra hellanna niðrí bæ. Svo er líka auðveldara að hjóla í þeim fyrir svona noob-skvísuhjólara eins og mig. 
Ég í skónum með kæmpe tan. Not.
Ég er geðveikt skotin í þeim. Elska litina.
Pínu svona krúttlegir stelpuskór, -en samt ekki.
Æ mér finnst þeir flottir :D

Matthíasi finnst þeir reyndar mjög ljótir en ég fór bara í skjóli næturs(ok æfingar) og keypti þá og hann fattaði það ekkert fyrr en 2 dögum síðar. Pff! Karlmenn.. 

Það er búið að vera geðveikt veður hérna seinustu viku og við byrjuðum alltaf daginn á að fara út á strönd og liggja í sólbaði. Það var kominn tími til. Bara búið að vera leiðinda veður hérna allan júlí. En núna erum við komin með smá tan og þá er skemmtilegra að líta í spegilinn á morgnanna. 
Svo er sól og frekar hlýtt á kvöldin líka þannig að við höfum verið að fara í hjólatúra á kvöldin, hittum meiraðsegja á bleikklædda Mary Donaldson á skokkinu um daginn með hjólandi lífvörð fyrir aftan sig. Svo bara basic síðdegis/kvöld-picnic við óperuhúsið með eitthvað gott að drekka eða frisbee á risastóra grasinu hérna rétt hjá. Það er sko risa. 

Kannski nokkrar myndir bara
 Þessi er pínu sætur :) 

Kósý kvöld picnic á Holmen
Geðveikt kósý torg við Nørreport Station með ávaxtamarkaði og gourmet markaði 
Svo eru ávextirnir og grænmetið oftast ódýrara þarna. Við förum langa leið fyrir kirsuberin, en þau eru skuggalega ódýr þarna, alveg þess virði að hjóla smá :) 
 Mæli með að kíkja þangað fyrir þá sem hafa gaman af mat, og eru í köben. Bara að labba Købmagergade alla á enda, en það er hliðargata út af strikinu. Svo yfir S-tog stöðina og að Metro stöðinni og þá á þetta ekki að fara framhjá þér :) 

XOXO


  

Tuesday, July 24, 2012

#56


Studs


Loppemarkeder eru snilld. 
Þar er oft fólk að losa sig við dót sem það veit ekki hvað það getur gert við. Ég hunta svona belti með studs sem hægt er að taka af. Studs eru geðveikt dýrir, ef maður kemst í tæri við þá annarsstaðar en á eBay og svoleiðis stöðum. 
Þannig ég elska þegar ég sé einhvern vera að selja belti með ca. 100 studs á 10 DKK. Búin að kaupa 2 stk núna.
Þetta er annað beltið, með svörtum, pínu stórum studs. Hitt er með frekar minni, silfurlituðum studs. 
Þannig núna á ég um 250 studs sem ég þarf að gera eitthvað við!


Er búin að vera seinustu daga að leita að inspó að einhverju til að gera úr öllum þessum stud-sum sem ég á! Myndirnar eru frá Pinterest, Fashiolista, WeHeartIt ... 

Mig langar geðveikt mikið að setja studs á skó.. 
Ég er veik fyrir Jeffrey Campell studded loafers, heimsæki þá reglulega í búðirnar hérna, ekki hef ég efni á að kaupa mér svoleiðis akkúrat núna :)
Love loafers


Mig langar líka geðveikt að gera einhvern svona bol...


Veit þetta er ógeðslega ljótur bolur en mig langar að gera eitthvað svona, bara flottara ;) 
Kannski líka knitwear, veit ekki.. 

Ég fór niðrí bæ í dag til að finna einhverja ódýra skó sem ég gæti sett studs á því ég vil ekki skemma converse skóna mína. Og ég var að leita að loafers útum allt en þeir voru allir úr leðri eða mega dýrir þannig ég endaði á að finna þessa ljótu skó í herradeildinni í H&M. Kostuðu bara 20KR. 
Þeir eru ekki flottir en þeir eru með potential í að vera flottir með studs. 
Maður þarf ekkert að kaupa flottustu flíkina/skóna ef maður ætlar hvorteðer að breyta henni :)
Þeir eru nr 40, pínu of stórir á mig en það er bara allt í lagi því það er ekkert þægilegt að vera með endana á studs-unum að stingast inn í sig ;) 

Ætla að byrja á að setja studs á skóna í kvöld, sjá hvert þetta leiðir mig 




XOXO 







Monday, July 23, 2012

#55


Þá var komið að IKEA ferð #2

Það er víst ódýrara að leigja bíl og fara í IKEA heldur en að fara í lest og láta senda dótið heim. Þanneeg..
 Matti leigði bíl, eða hvað sem þetta er. Allavega var þetta það sem beið mín fyrir utan á miðvikudagsmorguninn sl.
Klassa kaggi

-Matthías kann ekki að rata-

Við komum við í Biva á leiðinni í IKEA sem er teppabúð/húsgagnabúð og við keyptum fínar diskamottur :)

Svo vorum við heillengi inni í IKEA þegar við vorum LOKSINS komin þangað, fundum allt sem við þurftum, þannig það er engin IKEA ferð á dagskrá í bráð.
Úps. Allt eða ekkert


Ég og flotti bíllinn og langi miðinn #2
Allt dótið í skottinu

Svo vorum við svo svöng eftir IKEA og skelltum okkur á McDonalds hinum megin við götuna(í lagi einu sinni í mánuði).. Og þar ákváðum við næsta leik.
Við keyrðum í átt að bænum sem ILVA er og stoppuðum í verslunarmiðstöð sem heitir City2, löbbuðum hana alla, fórum í H&M(bara smá) og Lidl og Silvan. 
segjum það gott

Tókum svo 3L bensín á kaggann og borguðum með klinki haha fólkið sem var að vinna hélt örugglega að við værum einhverjir vanvitar. Hef sjaldan hlegið jafn mikið :)

-Var ég búin að segja að Matthías kann ekki að rata?-

Fórum svo í ILVA, loksins, skoðuðum þar og enduðum á að kaupa einn ramma því við vorum með svo mikinn móral yfir því hvað við keyptum mikið í IKEA... 
Við fundum loksins ILVA og Matti búinn að tengjast bílnum traustum böndum

Þetta var nú meiri ævintýraferðin

Okkur vantar meira pláss í eldhúsinu, en vandamálið er að það er svo ótrúlega erfitt að festa eitthvað á veggina hérna því það er klikkuð járnbinding í þeim sem er ekki auðvelt að bora í. 
Þá verður maður bara að finna aðra lausn. Og hvar var lausnin annarstaðar en í IKEA. 
God Bless IKEA!

Keyptum svona litar hillur sem hægt er að festa saman og stafla, eins og hentar hverju rými fyrir sig. Það var ágætislausn fyrir hilluna inni í eldhúsi
Hefðum þurft að kaupa fleiri..
 
Svo að núna kemst ennþá meira drasl á hilluna! jibbíjei!

Ég vil varla ræða þetta drusluhorn, en þetta er vandamálahornið. 
Leystum þetta á basic máta - keyptum kassa í IKEA og merktum hvað er hvar ;) 

 Maður verður að vera skipulagður ef maður vill ekki verða alveg snælduvitlaus í 39 fermetrum.. :)

Svo er svefnherbergið loksins tilbúið, mm það er svo gott að kúra þar :) Erum komin með myrkvunargardínu og alles, en það er ekkert djók hvað það er bjart hérna á morgnanna. 
Svo ákváðum við að splæsa í kommóðu, pappakommóðan var ekki alveg að gera sig... 
...
Það var reyndar ein kommóða sem var SJÚK, svona MALM kommóða sem var silfurlituð, ómæ ég hélt ég myndi deyja en svo sá ég verðmiðann.. Aðeins of dýr miðað við hvað hún var lítil. En vá hvað hún var flott. sjúk. En við keyptum bara venjulega MALM kommóðu í staðin :)
Fallega orkídean sem ég bjargaði úr IKEA. Ég elska blóm.

Fínu koddarnir úr H&M Home 
Blóm gleðja mig

Skvísa

Já ef þið eruð að pæla í að gefa okkur eitthvað bara svona afþvíbara þá sáum við þessa stóla í HAY, kosta einungis 1599 DKK. eða rúmar 32500 ISK
Tilvalin tækifærisgjöf sem myndi gleðja okkar litlu hjörtu.
Viljum þennan rauða. TAKK!