Monday, July 9, 2012

#51



Nú er ég búin að vera í köben í viku krakkar mínir. Við lentum á Kastrup klukkan 6 mánudagsmorguninn 2.júlí með 4 troðfullar töskur af dóti, fórum aðsjálfsögðu beint í íbúðina okkar en þar beið okkar maður sem sýndi okkur allt sem við þurftum að vita og sjá :) 
Svo fórum við í supermarkaðinn sem er hérna 100m frá og keyptum það allra helsta og fengum okkur morgunmat og plönuðum daginn. Vorum ekki með neina diska eða glös, bara sitthvort hnífaparasettið sem ég var búin að pakka því maður verður nú að reyna að hugsa smá fyrir hlutunum .. 
Annars er allt hitt dótið í brettinu sem við erum ekki ennþá búin að fá .. 



Eftir að við fengum okkur að borða tókum við Metro niðrí miðbæ. Við þurftum að skrá okkur inn í landið og fá kennitölu og svona. Svo fórum við líka í sostrene grene og Tiger og keyptum glös, pínulitla diska, pínulítinn hníf og eina skál. hehe. 
Eftir að hafa verið vakandi í meira en sólarhring þarf maður að nærast og við skelltum okkur á McDonalds, fengum óholla matinn beint í æð og smá orku, enda þýðir ekkert að fara að sofa bara þegar það er svona mikið að gera. Við löbbuðum strikið og komum við í TDC búð(ok það tók svona 2 tíma) og fengum okkur símanúmer í STÍL, mitt er +45 21396667 og matta +45 21396676 :)  


Svo minnir mig að við höfum bara farið heim og matti blés í 2földu vindsængina og við steinrotuðums um 21 leytið. 

Daginn eftir 'skruppum' við í IKEA í Taastrup, þetta var svona einsdags-mission; taka lest, strætó, villast inní ikea, festast í lyftu sem fer bara upp en ekki niður(?).. 
Allavega, við keyptum fínasta fataskáp, fallegt borð og stóla, hillueiningar og fullt fullt af smávöru. 
Við litum út eins og draugar eftir þetta erfiði og með lengsta strimil sem ég hef fengið lengi. 
En þetta var nú samt gaman :)
 

Dag 3 og 4 man ég ekki hvað við gerðum nema við vorum að leita að skrúfjárni dag 3 til að setja upp skápinn og dag 4 vorum við að leita að hamri til að klára að setja upp skápinn. Jú ég keypti mér lady bike eða bedstemor cykel eins og danirnir kalla það, vínrautt með körfu! Löbbuðum reyndar hálft Amager í leit að þessari hjólabúð því sumir rata svo vel.. argh
Matti fann skyr !
Kjúklingabaunirnar sem heita Annalísa !
Bíómyndakvöld !

Svo þessa dagana erum við bara að sofa ógeðslega illa á þessari helvítis vindsæng, ég get ekki beðið eftir að fá brettið og rúmið og fá að sofa smá. Ég lít út eins og draugur. 
Við fórum á loppemarked á laugardaginn og matti keypti sér hjól, þannig við erum bara búin að vera að hjóla eins og brjálæðingar útum allt núna, það er snilld að geta bara hjólað þangað sem maður vill :) 
Eins og niðrá Christianshavn og fá sér pulsu og tuborg lime cut með grænlensku rónunum ;) 

Foreldrar hans matta eru í íbúð á Christianshavn núna og við erum búin að fara með þeim útað borða á Jensen's og í svaðilför í Bilka þar sem við gerðum stór-matarinnkaup og annað :)

Við fórum út á strönd á sunnudaginn, það er flest allt lokað á sunnudögum hérna eins og ætti að vera allstaðar. Þá gerir fólk kannski eitthvað meira saman eins og að fara út á strönd eða í lautarferð. Það var líka einstaklega gott veður þá, glampandi sól og fínerí. En við erum ekki búin að sjá mikið af henni enn sem komið er, meira bara skýjað og rigning.. 
Það fer vonandi batnandi :) 

Annars er íbúðin fín, staðsetningin frábær og lífið gott hér í Kaupmannahöfn :) 

XOXO










No comments:

Post a Comment