Friday, July 20, 2012

#54



Gamalt borð gert nýtt 


Mér áskotnaðist þetta fína saumaborð fyrir 3 árum, en það var hún langamma mín, sú þýska, sem átti það. Ef það væri keppt í sparnaði þá myndi hún vinna, það var ótrúlegt hvað þessi kona gerði, klippti umslög niður í 'note' miða, saumaði kjóla úr gömlum karlmannsnáttfötum, gerði teppi úr garnafgöngum osfrv. Hún meiraðsegja geymdi bréfin utan af smjörlíki, það er heldur langt gengið. 
Oft er sagt í gríni að hún hafi verið að undirbúa sig fyrir þriðju heimstyrjöldina :)


Guð blessi Ídu ömmu


Ég hef greinilega erft eitthvað af þessum sparnaðar hæfileika því mér þykir alveg skelfilegt að henda hlutum sem ég gæti hugsanlega notað í eitthvað annað.. Matti hristir hausinn, oft. 


Svo til að halda sparnaðinum áfram ákvað ég að taka borðið með mér út til köben og gefa því nýtt líf, enda þykir mér vænt um það og það er einkar fallegt. Ég ákvað að pússa það upp og hvítta. 
Ég og Matti pússuðum og pússuðum úti garði og fórum svo inn í kjallara, fundum okkur fínan stað og byrjuðum að mála. Margar umferðir. Raki í lofti. Lengi að þorna. 


En það hafðist


Ég gleymdi samt að taka 'fyrir' mynd en ég bæti það upp með nokkrum góðum 'eftir' myndum :)


Í miðjum klíðum þegar ég fattaði að ég gleymdi að taka 'fyrir' mynd... 

Ég keypti svona krúttlega 'húna' í Lisbeth Dahl 
-yndisleg verslun- 
Þarna er fína borðið
Pússuðum skúffurnar eftir á til að fá meiri svona gamaldags effekt
Voða fínt þegar tímaritin eru komin í fínu bananatrefjakörfurnar sem við fengum í IKEA

------------------

Svo fórum við á laugardaginn á loppemarkad á Vesterbro eða Halvtorv og við fundum lítið sætt borð sem við erum að pæla í að nota sem náttborð.
Og hvítta að sjálfsögðu
 Svo reddar maður sér bara ef maður á hjól en ekki bíl..
Það var svolítið langt að hjóla heim en Matti reddaði þessu
notuðum lásana okkar og einn taupoka sem ég var með með mér til að festa borðið á bögglaberann
Svo var ég með skúffuna í körfunni á hjólinu mínu

Fengum nokkrar augnagotur á leiðinni heim
Bara Gaman 
:)




No comments:

Post a Comment