Tuesday, July 24, 2012

#56


Studs


Loppemarkeder eru snilld. 
Þar er oft fólk að losa sig við dót sem það veit ekki hvað það getur gert við. Ég hunta svona belti með studs sem hægt er að taka af. Studs eru geðveikt dýrir, ef maður kemst í tæri við þá annarsstaðar en á eBay og svoleiðis stöðum. 
Þannig ég elska þegar ég sé einhvern vera að selja belti með ca. 100 studs á 10 DKK. Búin að kaupa 2 stk núna.
Þetta er annað beltið, með svörtum, pínu stórum studs. Hitt er með frekar minni, silfurlituðum studs. 
Þannig núna á ég um 250 studs sem ég þarf að gera eitthvað við!


Er búin að vera seinustu daga að leita að inspó að einhverju til að gera úr öllum þessum stud-sum sem ég á! Myndirnar eru frá Pinterest, Fashiolista, WeHeartIt ... 

Mig langar geðveikt mikið að setja studs á skó.. 
Ég er veik fyrir Jeffrey Campell studded loafers, heimsæki þá reglulega í búðirnar hérna, ekki hef ég efni á að kaupa mér svoleiðis akkúrat núna :)
Love loafers


Mig langar líka geðveikt að gera einhvern svona bol...


Veit þetta er ógeðslega ljótur bolur en mig langar að gera eitthvað svona, bara flottara ;) 
Kannski líka knitwear, veit ekki.. 

Ég fór niðrí bæ í dag til að finna einhverja ódýra skó sem ég gæti sett studs á því ég vil ekki skemma converse skóna mína. Og ég var að leita að loafers útum allt en þeir voru allir úr leðri eða mega dýrir þannig ég endaði á að finna þessa ljótu skó í herradeildinni í H&M. Kostuðu bara 20KR. 
Þeir eru ekki flottir en þeir eru með potential í að vera flottir með studs. 
Maður þarf ekkert að kaupa flottustu flíkina/skóna ef maður ætlar hvorteðer að breyta henni :)
Þeir eru nr 40, pínu of stórir á mig en það er bara allt í lagi því það er ekkert þægilegt að vera með endana á studs-unum að stingast inn í sig ;) 

Ætla að byrja á að setja studs á skóna í kvöld, sjá hvert þetta leiðir mig 




XOXO 







No comments:

Post a Comment