Monday, July 23, 2012

#55


Þá var komið að IKEA ferð #2

Það er víst ódýrara að leigja bíl og fara í IKEA heldur en að fara í lest og láta senda dótið heim. Þanneeg..
 Matti leigði bíl, eða hvað sem þetta er. Allavega var þetta það sem beið mín fyrir utan á miðvikudagsmorguninn sl.
Klassa kaggi

-Matthías kann ekki að rata-

Við komum við í Biva á leiðinni í IKEA sem er teppabúð/húsgagnabúð og við keyptum fínar diskamottur :)

Svo vorum við heillengi inni í IKEA þegar við vorum LOKSINS komin þangað, fundum allt sem við þurftum, þannig það er engin IKEA ferð á dagskrá í bráð.
Úps. Allt eða ekkert


Ég og flotti bíllinn og langi miðinn #2
Allt dótið í skottinu

Svo vorum við svo svöng eftir IKEA og skelltum okkur á McDonalds hinum megin við götuna(í lagi einu sinni í mánuði).. Og þar ákváðum við næsta leik.
Við keyrðum í átt að bænum sem ILVA er og stoppuðum í verslunarmiðstöð sem heitir City2, löbbuðum hana alla, fórum í H&M(bara smá) og Lidl og Silvan. 
segjum það gott

Tókum svo 3L bensín á kaggann og borguðum með klinki haha fólkið sem var að vinna hélt örugglega að við værum einhverjir vanvitar. Hef sjaldan hlegið jafn mikið :)

-Var ég búin að segja að Matthías kann ekki að rata?-

Fórum svo í ILVA, loksins, skoðuðum þar og enduðum á að kaupa einn ramma því við vorum með svo mikinn móral yfir því hvað við keyptum mikið í IKEA... 
Við fundum loksins ILVA og Matti búinn að tengjast bílnum traustum böndum

Þetta var nú meiri ævintýraferðin

Okkur vantar meira pláss í eldhúsinu, en vandamálið er að það er svo ótrúlega erfitt að festa eitthvað á veggina hérna því það er klikkuð járnbinding í þeim sem er ekki auðvelt að bora í. 
Þá verður maður bara að finna aðra lausn. Og hvar var lausnin annarstaðar en í IKEA. 
God Bless IKEA!

Keyptum svona litar hillur sem hægt er að festa saman og stafla, eins og hentar hverju rými fyrir sig. Það var ágætislausn fyrir hilluna inni í eldhúsi
Hefðum þurft að kaupa fleiri..
 
Svo að núna kemst ennþá meira drasl á hilluna! jibbíjei!

Ég vil varla ræða þetta drusluhorn, en þetta er vandamálahornið. 
Leystum þetta á basic máta - keyptum kassa í IKEA og merktum hvað er hvar ;) 

 Maður verður að vera skipulagður ef maður vill ekki verða alveg snælduvitlaus í 39 fermetrum.. :)

Svo er svefnherbergið loksins tilbúið, mm það er svo gott að kúra þar :) Erum komin með myrkvunargardínu og alles, en það er ekkert djók hvað það er bjart hérna á morgnanna. 
Svo ákváðum við að splæsa í kommóðu, pappakommóðan var ekki alveg að gera sig... 
...
Það var reyndar ein kommóða sem var SJÚK, svona MALM kommóða sem var silfurlituð, ómæ ég hélt ég myndi deyja en svo sá ég verðmiðann.. Aðeins of dýr miðað við hvað hún var lítil. En vá hvað hún var flott. sjúk. En við keyptum bara venjulega MALM kommóðu í staðin :)
Fallega orkídean sem ég bjargaði úr IKEA. Ég elska blóm.

Fínu koddarnir úr H&M Home 
Blóm gleðja mig

Skvísa

Já ef þið eruð að pæla í að gefa okkur eitthvað bara svona afþvíbara þá sáum við þessa stóla í HAY, kosta einungis 1599 DKK. eða rúmar 32500 ISK
Tilvalin tækifærisgjöf sem myndi gleðja okkar litlu hjörtu.
Viljum þennan rauða. TAKK!





No comments:

Post a Comment