Saturday, July 14, 2012

#53



Pappakassar 

Þar sem það er mjög langt og erfitt að fara í IKEA er gott að vera sniðugur að hugsa hvað hægt er að gera með það sem maður hefur í höndunum. Vera nýtinn og spara í leiðinni. 

Ég tók 3 jafnstóra pappakassa sem dótið okkar var í á brettinu sem kom á fimmtudaginn. 

Skar af þeim 'lokið', eða flipana sem maður notar til að loka kassanum.

Mér fannst þeir ekkert sérstaklega fallegir svona brúnir svo að ég spreyjaði þá hvíta

Núna líta þeir bara ágætlega út sem hirslur fyrir rúmföt, sængur og handklæði uppi á fataskápnum inn í svefnherbergi.

Auðvelt :)


Svona lítur þetta út núna, kannski spurning að fara aðra umferð með spreyinu til að hylja brúna litinn alveg.

Við eigum ekki kommóðu enn sem komið er þannig ég ákvað að nota skástu kassana sem voru eftir og búa til hirslu svo ég geti náð í skartgripi og hárdót og snyrtidót á auðveldari hátt en ef það væri ofan í kassa eða tösku sem ég þoli ekki :) 

Ég tók ekki alla flipana af þessum því það er betra að geta lokað aðeins af svo allt draslið sjáist ekki eins vel. 

Þetta er ekki flott en þetta dugar í bili

Sjáiði hvað húsasmiðju límbandið gerir gríðarlega mikið fyrir brúna litinn hehe

Svo er það bráðabirgða skóhillan inn í forstofu

 lífið er ekki búið þótt þú komist ekki í IKEA strax ;) 

kv. fátæki námsmaðurinn

No comments:

Post a Comment