Monday, February 6, 2012

#29



Er búin að vera á fullu seinustu daga, var að klára teikniáfanga í skólanum, og vinna endalaust og aldrei gat ég komið mér vel fyrir uppí rúmi og bloggað. Ekki eins og einhverjir gráti það hehe :)
Ég var að vinna á Þorrablóti um daginn og það var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á laugardagskvöldi :) Var á barnum ásamt fullt af skemmtilegum krökkum og við vorum á fullu að afgreiða skrautlegt fólk með ömurlegum gsm posum, en við létum það ekkert á okkur fá :D Væri alveg til í að gera þetta aftur :)


Barinn 

Já svo var líka staffapartý hjá okkur skvísunum í Companys eitt föstudagskvöldið. Við fórum til Maju sem býr í gorgeous húsi, það er svo kósý að það hálfa væri hellingur. Yndislegt að vera þar :) Svo bjó hún líka til svo ótrúlega gott kjúklingasalat að mig dagdreymir um það reglulega.




mmmm ... 


Loksins er útsölunum lokið svo að það verður frábært að mæta í vinnuna næstu daga og koma nýju fallegu vörunum vel fyrir. Það er margt mjög flott komið, sjúkir leðurjakkar sem kosta reyndar hálfa höndina og nokkrar tær, en hvað um það. 


Beige Knit-peysa með leðurermum frá By Malene Birger og Lambaleðurjakki frá InWear
Ótrúlega flottir jakkar, mig langar svo íí :) 

En pían er búin að splæsa í eitt par fallega skó úr Bianco, 2 basic gollur úr Companys ásamt klút og hnepptri, ermalausri chiffon skyrtu. Svo minn kvóti er búinn fyrir feb eins og er. Já svo fór ég líka í Rokk og rósir um daginn og keypti flíkur fyrir 10þús kall, keypti mér rauðan ullarjakka, 3 kjóla, 1 bolakjól og eyrnalokka! 




Fallega rósin sem er búin að vera lifandi í rúmar 2 vikur :)







No comments:

Post a Comment