Friday, November 25, 2011

#15


Þessi vika er búin að vera brjáluð, skólinn, vinna, kalt úti og sofa yfir sig og ótal verkefni..
En nú var síðustu viku í litafræði að ljúka, því miður..  Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegur mánuður og fljótur að líða. Án efa það skemmtilegasta sem ég hef gert í skóla á ævinni :) Ég hef lært svo mikið og svo fórum við í tvær vettvangsferðir sem voru frábærar, við hittum ljósamanninn í Borgarleikhúsinu sem sýndi okkur svo margt og mikið, aðallega ljósin og svo smíðaverkstæðið og baksviðið og allar leikmyndirnar sem voru uppi eða í bígerð. Svo fórum við í Hörpuna, ekkert smá flott hús, og við töluðum við ljósamanninn þar sem fór í gegnum flest allar senurnar í Töfraflautunni (þá ljósaskiptin) og sýndi okkur búningana í ljósinu og það var líka ótrúlegt, ég sat eins og dáleidd, mikið geta ljósin sagt mikið fyrir leikritið og að ekki sé talað um leikmyndina sem var ekki sú fallegasta í venjulega ljósinu en breyttist í einhvern ævintýraheim með réttu ljósunum.
Í dag var yfirferð, ótrúlega gaman að sjá öll lokaverkefnin sem voru eins misjöfn og þau eru mörg, og ótrúlega flott. Við erum búin að vera að vinna í þeim miðvikudag og fimmtudag, frekar stuttur tími en þetta hafðist allt. Ég ákvað að sauma kjól, sem kom alveg ágætlega út, hefði verið til í að hafa meiri tíma og efni en þetta fór allt vel. Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd kom, hún bara kom og ég framkvæmdi hana eftir bestu getu. Það gæti verið að ég hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum af þessum leikhúsljósum og búningum.. Ég setti myndir af honum hér fyrir neðan

Framan á :)


Aftan á :)

3/4 'portrait'


No comments:

Post a Comment