Tuesday, October 25, 2011

#3


Ég fór í Eymundsson í Austurstræti eftir skóla í dag og gæddi mér á rjómakaramellu og súkkulaði - cappuccino og gluggaði í blöð. Ég var í stuði fyrir innanhússarkítektúr-hönnunar og arkítektúr blöð og uppgötvaði blað sem heitir Objekt og er hollenskt og eitt flottasta blað sem ég hef lesið. Ótrúlega fallegar ljósmyndir og flott hönnun á hverri síðu - og engar auglýsingar! Svo fór ég inn á heimasíðuna þeirra sem er ekkert sérstök en það er hægt að skoða einhverjar myndir og kaupa net-útgáfu af blöðunum og fá sneak-peak á einhver tölublöð.
En ég mæli með þessu blaði, það er ótrúlega flott en frekar dýrt - kostar rúmlega 3000 krónur. 





 



Svo stendur danska blaðið BOLIG alltaf fyrir sínu og sniðugar og ódýrar lausnir og fullt af skemmtilegu föndri, t.d. að breyta gömlum hlutum svo þeir séu eins og nýjir. ->Tips & Tricks



Mjög sniðugt þótt ég myndi kannski ekki mála stólinn gulan, frekar bleikan eða ljósbláan:) Eða kannski setja eitthvað flott veggfóður ef það er hægt..



No comments:

Post a Comment