Thursday, December 29, 2011

#20


Ég gerði nokkur hálsmen í frítíma mínum í desember. En það byrjaði allt með því að það var leynivina-leikur í bekknum í skólanum og það var skylda að föndra eitthvað fyrir leynivin sinn, mér datt í hug að gera hálsmen, enda leynivinur minn kvenkyns. Svo tókst það bara ágætlega og ég og systir mín gerðum nokkur í viðbót til að gefa í jólagjafir. Hugmyndin kom aðallega þegar ég var að skoða svona fjaðrahálsmen í einhverjum búðum en mér fannst þau ekki alveg nógu flott eða ekki alveg eins og ég vildi hafa þau þannig að ég ákvað bara að prófa að gera sjálf. Ég keypti allt efni í Litir & Föndur en klippti niður gömul hálsmen og notaði perlur sem voru til heima. Þetta er þolinmæðisvinna sem er ekki beint mín sterkasta hlið, en þetta tókst þó... 


Fyrsta hálsmenið í bígerð ..


Fyrsta hálsmenið tilbúið, sem ég eignaði mér svo .. :)


Hálsmenið fyrir hana Kristínu Klöru leynivin minn


Nærmynd 


Fyrir þá sem vilja gera svona eða svipað hálsmen, þeir þurfa : 

Keðju
Fjaðrir + festingar fyrir þær
Tengihringi
Perlur 
Klippitöng
Klípitöng (sem ekki er hægt að klippa með, bara klemma saman)

Svo setti ég borða í endann á keðjunni í staðin fyrir að hafa festingar, það er bæði ódýrara og svo er auðvelt að lengja og stytta hálsmenið :)



1 comment:

  1. dásamlega flott hjá þér, enda er ég rosa ánægð með mitt ;)

    ReplyDelete