Sunday, August 12, 2012

#58

Copenhagen Fashion Week
Tískuvikan er núna búin hérna í Köben, ég náði að sjá nokkrar sýningar og viðburði tengda henni. Svo má ekki gleyma risaskjánum sem sýna frá lokuðu sýningunum og backstage spjalli við hönnuði, hárgreiðslufólk og förðunarfólk.
 
Á miðvikudaginn vöknuðum við Matthías kl 7 og gerðum okkur klár til að mæta á fyrstu tískusýninguna klukkan 9. Þetta var semsagt útskriftarsýning Margretheskolen, sem ég er að fara í, fyrsta skóladaginn á morgun :) Mjög gaman að sjá sýninguna hjá þeim! Svo fórum við heim og gripum með okkur gourmet samlokur á lestarstöðinni og ég lagði mig á meðan Matti horfði á landsleikinn.
Já ég er rosalega spennt yfir handbolta.

Á fimmtudaginn fór ég með Rakeli, Jóhönnu og Rebekku, sem eru með venividivisa bloggið, á 2ND DAY&Cover viðburð í 2ND DAY búðinni á Pilestræde. Þar flæddi öl og tónlist, fengum fína gjafapoka með nýjasta Cover blaðinu, andlitskrem og bleikan bol frá 2ND DAY. Ekki slæmt það.
Svo fengum við okkur að borða og fórum svo á Fashion Installation hjá útskriftarhóp Designskolen Kolding.
Stelpurnar tóku fullt af myndum sem má sjá á fína blogginu þeirra.

Á laugadaginn fórum við Matthías á RISA loppemarked þar sem við gleymdum okkur í að skoða gömul húsgögn og hönnunarmuni, hefðum getað ættleitt allt ef við hefðum plássið. En í staðin verður maður bara að skoða og láta sig dreyma :)
Matthías í himnaríki !
5000fermetrar... 

Svo fallegur.. vildi að ég hefði getað tekið þennan fjársjóð með mér heim :)
Manhattan
Þarna voru líka geggjaðar könnur og danskur flugher-hattur! Var hugsað til Bjarka Arons! <3
Þegar við vorum búin að skoða 'allt' - eða, það var búið að loka. þannig að við fórum heim og gerðum okkur til fyrir meiri tísku, skelltum okkur niðrí bæ í backyard partý í Studiestræde til að sjá SS13 línuna hjá hálf íslensku merki sem heitir Rosa Bryndis :) Fengum voða fínan drykk, SEIMEI, í einni af flottustu dósum sem ég hef séð held ég, svo skemmdi bragðið ekki fyrir. Held meiraðsegja að þetta sé bara betra en Somersby ;) Svo röltum við á Jensens og fengum okkur eitthvað létt og gott að borða áður en við fórum heim aftur
 Ég að skvísast fyrir utan heima 
... 
Svo endaði kvöldið á að við kíktum við í partý um kvöldið til VeniVidiVisa stelpnanna, voða gott að heyra íslenskuna aftur :) 
Í dag, þunnudag, fórum við í hjólatúr til að finna skólann  hans Matta og svo eftir á fengum við okkur pulsu á Rådhuspladsen þar sem Brandvæsenet var með kynningu og show. Hellingur af slökkviliðsbílum og mönnum líka ;) 
Röltum aðeins í bænum og sáum úrslitin í Cophenhagen Triathlon, magnað þetta fólk. Aldrei myndi ég nenna þessu/geta þetta. Hjóluðum svo heim og erum búin að glápa á 2 af uppáhalds raunveruleikaþættina okkar, Singleliv og PaulyD project. 

Djöfull var gaman að sjá Spice Girls performa á OL. 
Nostalgííían sko

XOXO










No comments:

Post a Comment