Thursday, April 26, 2012

#43


Þannig er mál með vexti að mér var boðið í partý sem er nú ekki frásögufærandi nema hvað að ég átti ekkert nýtt og skemmtilegt til að vera í. Svo ég brá á það ráð að finna eitthvað í fataskápnum og poppa það aðeins upp. Ég tók þessa yndislega fallegu chiffon skyrtu sem ég keypti í New York í fyrra sumar, sem ég er búin að nota mikið, og breyta henni aðeins. Ég er smá sökker fyrir svona dúlleríheitum og sérstaklega perlum og fór ég um allt hús að safna þeim; klippti niður gömul hálsmen og armbönd og leitaði í öllum kössum (á meiraðsegja perlukassa!.. kv. föndurdýrið)

Ég ákvað að hafa perlurnar misstórar og meiraðsegja smá mislitar, og taka bara alltaf einhverja stærð af perlu úr krúttlega kassanum sem ég geymdi þær í og sauma á kragann á skyrtunni. 

Mjög einfalt, þarf bara perlur, nál og tvinna. Ég notaði svona 'ósýnilegan' tvinna, það sést ekki eins mikið:)

Nú á ég 'nýja' skyrtu sem er ótrúlega krúttleg :) Þetta tók mig ca. 2,5 klst, Ég náði reyndar ekki að klára allan kragann en það er planið að klára það næstu daga

Skyrtan fyrir breytingu


Svo fínt :) 

Skyrtan in action um kvöldið í kveðjupartýinu hjá Steff
-Karítas von Flippkis hin fagra og ég :) 



No comments:

Post a Comment