Monday, April 9, 2012

#42


Páskafríið byrjaði á skólaferð á Stykkishólm. Ég klikkaði á því að taka með myndavél, en ég tók samt einhverjar myndir á símann. Fórum m.a. útí Flatey og færðum frjósemisguðinum Frey gjafir og löbbuðum hringinn um eyjuna og sáum draugaskipið. Svo um kvöldið fengum við dýrindis súpu hjá foreldrum Kristínar Klöru og en þau eiga einnig stærsta kött sem ég hef séð og var mikið hlegið af honum, greyið er um 12kg. 
Kjéppz ekki mikið fyrir myndatökurnar 
      
    Frjósemisguðinn Freyr og kirkjan í Flatey                                                             
                       
Daginn eftir skelltum við okkur í sund, það voru 2 aðrir í sundi .. Svo beint í bakaríið og á vatnasafnið og eldfjallasafnið. Svo á leiðinni heim gengum við uppá Helgafell og óskuðum okkur og svo á Bjarnarhöfn, kíktum í kirkjuna og borðuðum hákarl eins og enginn væri morgundagurinn. mmm .. :) 
Svo keyrði Salbjörg, rútubílstjóri bekksins, okkur heim, og við dauðþreytt eftir þennan rúma sólarhring sem var lítið nýttur í hvíld. 
 
Mindfuck á vatnasafninu -nema ljótu stafirnir á gólfinu skemmdu þetta allt, enda dó litla flugan á viðeigandi stað


Á laugardeginum var svo árshátíð NTC haldin með pompi og prakt, og prom þema. En við skvísurnar í Companys létum þemað vera, en skemmtum okkur mjög vel með Páli Óskari og svo á b5 seinna um kvöldið. Ég og Þórhildur ætluðum í eftirpartýið, en vorum dáldið þreyttar, svo sá ég nú mynd af þeim sem ætlaði að halda þetta eftirpartý á nærbuxunum á dansgólfinu um 23 leytið þannig ég veit ekki hvernig þetta fór.. 
       
Við erum svo sætar :) 

Ég, fátæki námsmaðurinn reddaði mér dressi með því að stytta pils að framan sem hún amma mín saumaði fyrir móður mína hérna í denn. Sést reyndar ekki vel á þessari mynd enda er pilsið eitthvað mikið snúið hehe, kannski sést betur á myndinni sem sýnir signature move-ið okkar þetta kvöld. En það kom bara ágætlega út sko, en maður verður samt alltaf eitthvað svo skrítinn í svona rykktu pilsi. En það var skilyrði að vera á brjóstahaldaranum undir bolnum og er ég samlit mínum enda ekki búin að vera dugleg að stunda ljósabekkina uppá síðkastið vegna mikilla anna heh. Þurfum að fara að bæta úr því
Aðeins að páska sig upp í vinnunni daginn eftir árshátíðina 

Svo var ég bara að vinna og fór svo uppí bústað að mála nýja gestahúsið að innan, vorum 2 daga að því. Á laugardeginum fórum við svo á Selfoss að hitta ömmu og afa og borðuðum með þeim. Síðan hefur letin verið í heimsókn á milli þess sem ég reyni að gera þetta blessaða inntökuprófsverkefni sem ég er svo stressuð yfir. Reyni bara að hugsa um það núna, geymi að hugsa um næsta inntökupróf þar til þetta er búið og svo lokaverkefni í skólanum og lokaprófið í listasögu og byrja á portfolio möppu allt fyrir 1.maí.


Almáttugur.




No comments:

Post a Comment