Friday, March 2, 2012

#34


Þá er komið að því að skella sér á Kirkjubæjarklaustur með stílistapowerið, gá hvort það vilji ekki einhverjar skvísur fá smá yfirhalningu ! Verðum með fyrirlestur og einkatíma, svaka stuð :) 

Er búin að vera á fullu seinustu daga að gera allt klárt, ásamt því að vera veik og geta ekki hreyft mig og deyja næstum úr stressi í skólanum. Svo skrapp ég norður á bretti í 5 daga í feb, mjög gaman! Svo var árshátíð í skólanum sl. föstudag og ég bjó til sushi með Petru, svo var bikarúrslitarleikur á laugardeginum með tilheyrandi partýstandi og sem því fylgir. Þannig ég er ekki mikið búin að vera að blogga, hvað þá sofa, en ég ætla að setja nokkrar símamyndir inn frá síðustu dögum og vikum.. 


Lokaverkefnið mitt í Teikningu2

Sætir kisar fyrir norðan

Rub Sushi og heimagert Sushi 

Fórum eitt kvöld í keilu og meððí ásamt Söndru og Stefáni

Sushi Samba á Konudaginn :)

Matthías og kakan 

Þrívíð formfræði 
Vinstri: innsetning úr gifs-skúlptúrum og plastperlum Hægri:Lokaverkefnið í vinnslu

Svo var kökudagur í skólanum á fimmtudaginn en ég vanvirti kökuhefðina óvart en ég keypti smá sárabót sem flestir voru sáttir við :)

Góða helgi!
xxx


No comments:

Post a Comment